Hjörvar O. Jensson
Hjörvar O. Jensson
– hún hefur ekki til þess unnið.

Hjörvar O. Jensson

Tökum lífeyris- og eftirlaunataka. Í frábærri grein í LEB-blaðinu nýjasta, sem ég hvet alla eldri borgara þessa lands til að lesa með athygli, lýsir Viðar Eggertsson, fv. framkvæmdastjóri Landssambands eldri borgara, m.a. grundvallarbreytingum á lögum er varða fyrirkomulag ellilífeyris, eftirlauna- og lífeyristökum stórlega í óhag.

Lögin tóku gildi 1. janúar 2017 en þá sat Katrín á alþingi og hafi hún mótmælt lagasetningunni fékk hún síðla sama árs tækifæri til að bæta skaðann þegar hún varð forsætisráðherra, en hefur fram til þessa látið það ógert. Og undir hennar forsæti hefur það liðist skv. grein VE að margháttaðar skerðingar hafa verið í gangi, m.a. hefur 62. gr. laga um almannatryggingar nr. 100/2007 verið að mestu hunsuð, en hún fjallar um að greiðslur almannatrygginga skuli breytast árlega og taka mið af launaþróun en þó aldrei hækka minna en sem nemur hækkun vísitölu neysluverðs. Þetta hefur allt verið í skötulíki og ekki gengið eftir skv. lögunum. Sama gildir um tekjutengingar og frítekjumörk, öll sú saga er hrein hörmungarsaga og hafa tekjur eldri borgara úr almannatryggingakerfinu dregist stórlega aftur úr öllum viðmiðunum, fyrir nú utan það að fjölmargir eldri borgarar fá ekkert úr kerfinu vegna þess að þeir hafa þolanleg lífeyrisréttindi.

Auðveldlega má halda því fram að tekjutenging almennra lífeyrissjóðstekna við greiðslur úr almennatryggingakerfinu sé hreint rán framkvæmt í skjóli laga og reglugerða.

Allt þetta hefur Katrín látið viðgangast undir sínu forsæti í nærfellt tvö kjörtímabil.

Orkumál

Staðreyndin er sú að Vinstri-grænir undir forystu Katrínar hafa haldið orkuöflunarframkvæmdum í algjörri gíslingu í mjög langan tíma. Ekkert hefur mátt virkja og nú er svo komið að það blasir við að orku vantar og að óskabarn Katrínar – orkuskiptin – getur með engu móti náð fram að ganga á réttum tíma vegna skorts á grænustu orku sem til er í veröldinni. Það er kaldhæðni örlaganna að raforka hefur verið flutt frá Kárahnjúkavirkjun marga vetur hingað suður til að Landsvirkjun geti að mestu staðið við gerða samninga. En allir muna enn hamaganginn og mótmælin hér syðra gegn þessari frábæru virkjun á sínum tíma.

Önnur mál

Ég ætla ekkert að nefna gjörræði samflokksráðherra hennar frá í fyrravor, sem hún lét óátalið, né það að hún varð til þess með þessu framboði sínu að gera góðvin sinn, sem fjöldanum líkar ekki við og alls ekki hennar flokksbrotsfólki, að forsætisráðherra … látum það liggja á milli hluta.

Það liggur sem sagt fyrir að mínu áliti að við eldri borgarar og við sem viljum að landið eigi yfir að ráða nægri orku, m.a. til orkuskiptanna og frekari uppbyggingar atvinnutækifæra til framtíðar, getum með engu móti kosið Katrínu Jakobsdóttur. Til þess hefur hún ekki unnið.

Höfundur er fv. bankamaður, fv. sjálfstæðismaður en nú pólitískur einstæðingur.