Færeyska söngkonan Eivør Pálsdóttir er að hefja nýjan kafla í tónlistinni og gaf nýverið út lagið Jarðartrá af nýrri plötu. Platan ENN kemur út 14. júní og er sterk tenging við hennar norrænu rætur. Öll átta lög plötunnar eru sungin á færeysku en…
Færeyska söngkonan Eivør Pálsdóttir er að hefja nýjan kafla í tónlistinni og gaf nýverið út lagið Jarðartrá af nýrri plötu. Platan ENN kemur út 14. júní og er sterk tenging við hennar norrænu rætur. Öll átta lög plötunnar eru sungin á færeysku en textana samdi Eivør ásamt ljóðskáldinu Marjun Syderbø Kjelnæs. Tónlistin er rafskotin og dimm en á að minna hlustandann á fegurð jarðarinnar. Hún segist ofur spennt fyrir tímunum fram undan. „ENN er frábrugðin fyrri plötum,“ segir Eivør. Lestu viðtalið í heild á K100.is.