Reiða er útbúnaður eða viðbúnaður og sést nú aðeins í fáeinum orðasamböndum. Að vera til reiðu merkir að vera viðbúinn, tilbúinn. Fyrirsögn: „Allt til reiðu hjá Hval en óvíst hvort veiðar verða leyfðar.“ Og að hafa e-ð til reiðu er að…
Reiða er útbúnaður eða viðbúnaður og sést nú aðeins í fáeinum orðasamböndum. Að vera til reiðu merkir að vera viðbúinn, tilbúinn. Fyrirsögn: „Allt til reiðu hjá Hval en óvíst hvort veiðar verða leyfðar.“ Og að hafa e-ð til reiðu er að hafa e-ð tiltækt. „Ég á alltaf von á innbrotsþjófum og hef því hafnaboltakylfu til reiðu.“