Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson koma fram á tónleikum í Hannesarholti annað kvöld, 1. júní, kl. 20. Þar munu þau syngja og spila sín uppáhaldslög frá fjölbreyttum ferli. „Ellen stimplaði sig inn í hug og hjarta Íslendinga þegar hún…

Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson koma fram á tónleikum í Hannesarholti annað kvöld, 1. júní, kl. 20. Þar munu þau syngja og spila sín uppáhaldslög frá fjölbreyttum ferli. „Ellen stimplaði sig inn í hug og hjarta Íslendinga þegar hún sló í gegn með hljómsveitum á borð við Mannakorn, Tívolí og Ljósin í bænum. Hún hefur starfað sem söngkona allar götur síðan og komið víða við í tónlistarsköpun. Eyþór Gunnarsson er píanóleikari og einn athafnamesti tónlistarmaður Íslandssögunnar. Hann stofnaði hljómsveitina Mezzoforte árið 1977 sem sló síðar eftirminnilega í gegn með lagi Eyþórs, Garden Party,“ segir m.a. í tilkynningu.