60 ára Sigrún er Akureyringur en býr núna á IIlugastöðum í Fnjóskadal. Maðurinn hennar er staðarhaldari í Orlofsbyggðinni á Illugastöðum þar sem er 31 sumarhús í eigu 14 verkalýðsfélaga. Þau sjá í sameiningu um staðinn, húsin og sundlaugina sem þar er

60 ára Sigrún er Akureyringur en býr núna á IIlugastöðum í Fnjóskadal. Maðurinn hennar er staðarhaldari í Orlofsbyggðinni á Illugastöðum þar sem er 31 sumarhús í eigu 14 verkalýðsfélaga. Þau sjá í sameiningu um staðinn, húsin og sundlaugina sem þar er. Áður vann Sigrún í Sparisjóði Norðlendinga og Íslandsbanka. Áhugamál Sigrúnar eru fjölskyldan, ferðalög og hjólhýsaferðir á sumrin.


Fjölskylda Eiginmaður Sigrúnar er Þórólfur Egilsson, f. 1960, húsasmiður og málari. Dætur þeirra eru Þórdís Eva, f. 1981, og Alma Sigríður, f. 1988. Barnabörnin eru orðin sex. Foreldrar Sigrúnar: Hjónin Sigríður Heiðar Þorsteinsdóttir, f. 1931, húsmóðir og verkakona, búsett á Akureyri, og Kristbjörn Björnsson, 1932, d. 2003, bifreiðarstjóri.