Norður ♠ – ♥ 10862 ♦ G42 ♣ DG9862 Vestur ♠ ÁG864 ♥ Á43 ♦ Á65 ♣ ÁK Austur ♠ 5 ♥ DG975 ♦ K10983 ♣ 104 Suður ♠ KD109732 ♥ K ♦ D7 ♣ 753 Suður spilar 3♠ doblaða

Norður

♠ –

♥ 10862

♦ G42

♣ DG9862

Vestur

♠ ÁG864

♥ Á43

♦ Á65

♣ ÁK

Austur

♠ 5

♥ DG975

♦ K10983

♣ 104

Suður

♠ KD109732

♥ K

♦ D7

♣ 753

Suður spilar 3♠ doblaða.

„Þetta er þyngsta pass sem sést hefur um árabil.“ Fuglarnir voru lúmskt hrifnir, en um leið pínulítið hneykslaðir og hissa. Það voru bandarísku atvinnumennirnir Bobby Levin og Brad Moss sem vöktu hjá þeim þessar blendnu tilfinningar.

Levin og Moss voru með spil vesturs í úrslitaleik landsliðskeppninnar og sögðu báðir PASS við þriðju handar opnun suðurs á 3♠! Tilgangurinn var að bíða eftir dobli frá makker í verndarstöðunni. Doblið kom á öðru borðinu og uppskeran var 800 fyrir fjóra niður. Á hinu borðinu passaði austur 3♠ og nokkrir 50-kallar höfðu lítið að segja upp í skaðann hinum megin.

„Þetta pass á að vera þungt,“ sagði Gölturinn. „En ég játa að ég hefði sjálfur sagt þrjú grönd. Ég myndi ekki treysta neinum nema sjálfum mér til að dobla í bakhöndinni.“