Árni Oddur Þórðarson
Árni Oddur Þórðarson
Sátt hefur náðst á milli Arion banka og Árna Odds Þórðarsonar, fjárfestis og fv. forstjóra Marels, um fullnaðaruppgjör á lánum sem voru veitt með veði í hlutum í Eyri. Samhliða þeirri sátt hefur fjárfestingarfélagið 12 Fet ehf., sem Árni Oddur…

Sátt hefur náðst á milli Arion banka og Árna Odds Þórðarsonar, fjárfestis og fv. forstjóra Marels, um fullnaðaruppgjör á lánum sem voru veitt með veði í hlutum í Eyri.

Samhliða þeirri sátt hefur fjárfestingarfélagið 12 Fet ehf., sem Árni Oddur veitir stjórnarformennsku, átt viðskipti með hluti í Eyri. Eftir viðskiptin er bankinn ekki hluthafi í Eyri og 12 Fet fara með 9,4% eignarhlut.

Morgunblaðið greindi frá því í lok janúar sl. að Árni Oddur hefði stofnað nýtt fjárfestingafélag, 6 Álnir ehf., með þátttöku annarra fjárfesta. Þá hefur hann stofnað annað félag, 12 Fet ehf., með sömu fjárfestum. Tilgangur félaganna er eignarhald utan um samanlagt tæplega 24% eignarhlut í Eyri.

Sjá nánar á mbl.is