Tvítugur karlmaður sem féll í Fnjóská í fyrrakvöld fannst látinn í ánni Dalsmynni, norðvestan við Ártún í Grýtubakkahreppi, í gær. Rannsókn málsins er í höndum lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Maðurinn hafði verið á ferð með þremur félögum sínum þegar hann hvarf úr augsýn í ánni

Tvítugur karlmaður sem féll í Fnjóská í fyrrakvöld fannst látinn í ánni Dalsmynni, norðvestan við Ártún í Grýtubakkahreppi, í gær.

Rannsókn málsins er í höndum lögreglunnar á Norðurlandi eystra.

Maðurinn hafði verið á ferð með þremur félögum sínum þegar hann hvarf úr augsýn í ánni.

Yfir 200 manns tóku þátt í leitinni, þar á meðal allar björgunarsveitir á Norðurlandi, en aðstæður á vettvangi voru erfiðar.