Gerður Guðmundsdóttir
Gerður Guðmundsdóttir
Sýning Gerðar Guðmundsdóttur Úr einu í annað hefur verið opnuð í SÍM-salnum í Hafnarstræti. Gerður lauk prófi úr textíldeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1991 og hefur unnið sjálfstætt að myndlist síðan

Sýning Gerðar Guðmundsdóttur Úr einu í annað hefur verið opnuð í SÍM-salnum í Hafnarstræti. Gerður lauk prófi úr textíldeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1991 og hefur unnið sjálfstætt að myndlist síðan. „Hún vinnur með fjölbreyttar aðferðir og efnivið, ýmist í tvívídd eða þrívídd. Sýningin Úr einu í annað er unnin úr gömlum, lesnum og ónýtum bókum, ull, vír og hör,“ segir í tilkynningu.