Safamýri Grindvíkingar fagna marki gegn Keflavík.
Safamýri Grindvíkingar fagna marki gegn Keflavík. — Morgunblaðið/Eggert
Njarðvíkingar halda áfram að koma á óvart í 1. deild karla í fótbolta en þeir skelltu Þórsurum frá Akureyri, 5:1, á heimavelli í gærkvöld. Njarðvíkingar eru því áfram ósigraðir á toppnum með 13 stig en Þór tapaði sínum fyrsta leik

Njarðvíkingar halda áfram að koma á óvart í 1. deild karla í fótbolta en þeir skelltu Þórsurum frá Akureyri, 5:1, á heimavelli í gærkvöld. Njarðvíkingar eru því áfram ósigraðir á toppnum með 13 stig en Þór tapaði sínum fyrsta leik.

Mörk Njarðvíkur skoruðu Dominik Radic, Kaj Leo í Bartastovu, Freysteinn Ingi Guðnason og Oumar Diouck sem skoraði tvö. Mark Þórs skoraði Birkir Heimisson.

Afturelding vann sinn fyrsta leik í deildinni á tímabilinu. þegar liðið sigraði Leikni úr Reykjavík, 1:0, í Breiðholtinu í gærkvöldi. Afturelding er þar með komin með fimm stig og er í áttunda sæti deildarinnar. Leiknir er í tólfta og neðsta sæti með þrjú. Sigurmark Mosfellinga skoraði Oliver Bjerrum Jensen á 83. mínútu leiksins.

Þróttur skoraði fimm

Þróttur úr Reykjavík vann sinn fyrsta leik í deildinni með stæl en liðið vann ÍR, 5:0, á heimavelli. Mörk Þróttar skoruðu Sigurður Steinar Björnsson, Ísak Daði Ívarsson, Jörgen Pettersen og Kári Kristjánsson skoraði tvö. Þróttur er í tíunda sæti með fjögur stig en ÍR er sæti ofar með fimm stig.

Grindavík og Keflavík gerðu jafntefli, 2:2, á heimavelli Grindavíkur í Safamýrinni. Mörk Grindavíkur skoruðu Kwame Quee og Dagur Ingi Hammer Gunnarsson. Stefán Jón Friðriksson skoraði fyrra mark Keflavíkur en það seinna var sjálfsmark. Grindavík er enn án sigurs og er nú næstneðst með fjögur stig en Keflavík er með stigi meira en samt sex sætum ofar eða í fimmta sæti.