Loðnuveiðar vega þungt í hagkerfinu.
Loðnuveiðar vega þungt í hagkerfinu.
Verg landsframleiðsla dróst saman um 4% að raungildi á fyrsta ársfjórðungi 2024 borið saman við sama tímabil fyrra árs. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar en þetta er í fyrsta sinn frá árinu 2020 sem svo mikill samdráttur á sér stað í hagkerfinu

Verg landsframleiðsla dróst saman um 4% að raungildi á fyrsta ársfjórðungi 2024 borið saman við sama tímabil fyrra árs. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar en þetta er í fyrsta sinn frá árinu 2020 sem svo mikill samdráttur á sér stað í hagkerfinu. Þá stóð einkaneysla nánast í stað að raungildi. Greining Íslandsbanka segir að rekja megi samdráttinn að mestu til þróunar í útflutningsgreinum, en framlag utanríkisviðskipta var neikvætt um 2 prósentustig. Þar munar mestu um loðnubrest á árinu. Birgðir sjávarafurða jukust einungis um ríflega 3 ma. kr. á fjórðungnum en um 39 ma. kr. á sama tíma í fyrra.