Tindastóll Benedikt Guðmundsson flytur norður á Sauðárkrók.
Tindastóll Benedikt Guðmundsson flytur norður á Sauðárkrók. — Morgunblaðið/Óttar Geirsson
Benedikt Guðmundsson var í gær ráðinn þjálfari karlaliðs Tindastóls í körfuknattleik. Hann tekur við af Pavel Ermolinskij sem fór í veikindafrí í mars og gerði starfslokasamning við félagið í vikunni

Benedikt Guðmundsson var í gær ráðinn þjálfari karlaliðs Tindastóls í körfuknattleik. Hann tekur við af Pavel Ermolinskij sem fór í veikindafrí í mars og gerði starfslokasamning við félagið í vikunni. Benedikt, sem í gær var útnefndur þjálfari ársins í úrvalsdeild karla, kvaddi Njarðvík eftir nýlokið tímabil. Benedikt hefur áður þjálfað Þór í Þorlákshöfn, Þór á Akureyri, Grindavík og karla- og kvennalið KR. Hann er núverandi landsliðsþjálfari kvenna.