Fyrir kemur að maður tekur eitthvað óstinnt upp. Passar sig þá á því að gera það í þolfalli: eitthvað. Málið hefur áhrif og tæki maður „einhverju“ óstinnt upp gæti það brugðist, orðasambandið þýðir að taka e-u illa, reiðast e-u (gagnvart …

Fyrir kemur að maður tekur eitthvað óstinnt upp. Passar sig þá á því að gera það í þolfalli: eitthvað. Málið hefur áhrif og tæki maður „einhverju“ óstinnt upp gæti það brugðist, orðasambandið þýðir að taka e-u illa, reiðast e-u (gagnvart e-m) og hvaða gagn er að því ef maður gerir það ekki almennilega?