Morgunleikfimi í útvarpinu: „Og núna byrjum við á fyrstu æfingunni. Og svo, upp og niður, upp og niður. Og núna skiptum við um augnlok og lyftum hinu upp og niður …“ Anton litli spyr bróður sinn: „Veist þú hvað er verra en…

Morgunleikfimi í útvarpinu: „Og núna byrjum við á fyrstu æfingunni. Og svo, upp og niður, upp og niður. Og núna skiptum við um augnlok og lyftum hinu upp og niður …“

Anton litli spyr bróður sinn: „Veist þú hvað er verra en að finna orm í epli eftir að þú bítur í það?“
„Nei, hvað er það?“
„Að finna hálfan orm í epli.“

Á ströndinni: „Ég held að sonur þinn sé að fylla nestisboxið mitt af sandi!“
„Nei, þetta er sko ekki sonur minn. Minn sonur er að athuga hvort útvarpið þitt virki neðansjávar.“

Kolbeinn sendir frænda sinn út að kaupa kleinu. „Hér eru 400 krónur. Kauptu tvær kleinur og komdu með aðra til mín en þú mátt eiga hina.“
Fimm mínútum seinna kemur frændinn til baka sæll og glaður og japlar á kleinu. Hann lætur Kolbein fá 200 krónur og segir: „Það var bara til ein kleina.“

Tveir fiskar eru að leika sér. Þegar annar þeirra sér krossfisk segir hann við hinn: „Passaðu þig, fógetinn er að koma!“

„Hundurinn minn er allt of latur,“ segir Halldór.
„Flestir hundar koma með ólina sína í kjaftinum þegar þeir vilja fara í göngutúr en minn kemur með bíllyklana!“

Pabbinn: „Læknir, læknir, sonur minn gleypti penna!
Læknirinn: „Engar áhyggjur, ég er á leiðinni.
Notaðu bara blýant þangað til ég kem!“