Varmahlíð Svona kemur nýr leikskóli til með að líta út.
Varmahlíð Svona kemur nýr leikskóli til með að líta út.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Fyrsta skóflustungan var tekin í vikunni fyrir nýjum leikskóla í Varmahlíð í Skagafirði. Skólinn, sem kemur milli Miðgarðs og Varmahlíðarskóla, verður 550 fermetrar að stærð og mun hann rúma 65 börn úr héraðinu

Fyrsta skóflustungan var tekin í vikunni fyrir nýjum leikskóla í Varmahlíð í Skagafirði. Skólinn, sem kemur milli Miðgarðs og Varmahlíðarskóla, verður 550 fermetrar að stærð og mun hann rúma 65 börn úr héraðinu.

Í kjölfar skóflustungunnar hófust framkvæmdir og er áætlað að leikskólinn verði tekinn í notkun haustið 2025. Fyrsti áfangi er snýr að ytra byrði og að reisa húsið er í höndum Uppsteypu ehf. en stefnt er á að bjóða út frágang innandyra á haustmánuðum, segir í tilkynningu frá sveitarfélaginu Skagafirði.

Öll hönnun byggingarinnar miðast við að hægt verði að stækka hana í komandi framtíð. Einnig er tenging skólans við Varmahlíðarskóla sögð bjóða upp á margvíslega samvinnu þessara tveggja skólastiga. Leikskóli tók fyrst til starfa í Varmahlíð haustið 1982, fyrir tilstuðlan foreldra í héraðinu, sagði Einar Einarsson formaður byggðaráðs m.a. við athöfnina.