Evert Víglundsson, eigandi CrossFit Reykjavík, er mikill frumkvöðull þegar kemur að því að koma nýjum íþróttum til landsins. Hann var þátttakandi í því þegar Boot Camp byrjaði hér á landi og opnaði fyrstu CrossFit-stöðina árið 2008

Evert Víglundsson, eigandi CrossFit Reykjavík, er mikill frumkvöðull þegar kemur að því að koma nýjum íþróttum til landsins. Hann var þátttakandi í því þegar Boot Camp byrjaði hér á landi og opnaði fyrstu CrossFit-stöðina árið 2008. Nú er hann með nýja íþrótt sem hann vonast til að muni slá í gegn. „Þetta er ný íþrótt sem ég er að draga til Íslands ásamt góðu fólki. Hún heitir Hyrox, Fitness Race. Þetta byrjaði í Þýskalandi fyrir um átta árum þegar það var einhver sem vildi blanda saman langhlaupum og hreystiæfingum. Hann bjó til braut sem var kölluð Hyrox, stöðluð braut sem er alltaf eins. Þetta snýst aðallega um keppni, sem er ágætt,“ segir Evert. „Nú er þetta komið um allan heim. Það eru keppnir hér og þar um heiminn nánast hverja einustu helgi.“ Lestu meira á K100.is.