[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Það hefur ekki skort fjölbreytnina á myndefninu sem lesendur hafa sent inn í ljósmyndakeppni 200 mílna og Morgunblaðsins. Sveinbjörn Fjölnir Pétursson sendi myndaseríu af afa sínum í móðurætt, honum Sveinbirni Helgasyni, f

Það hefur ekki skort fjölbreytnina á myndefninu sem lesendur hafa sent inn í ljósmyndakeppni 200 mílna og Morgunblaðsins. Sveinbjörn Fjölnir Pétursson sendi myndaseríu af afa sínum í móðurætt, honum Sveinbirni Helgasyni, f. 26. desember 1908, d. 26. dsember 1989. Sveinbjörn var lengi vélstjóri á togaranum Úranusi. Á myndunum er hann meðal annars að tendra gufuketil skipsins.

Nýsköpunartogarinn Úranus RE 343 var smíðaður í skipasmíðastöðinni Alexander Hall & Co Ltd í Aberdeen í Skotlandi árið 1949 og kom í fyrsta sinn til heimahafnar í Reykjavík 5. apríl sama ár og var eigandinn Júpíter h/f. Skipið var 656 brúttótonn með þúsund hestafla 3 þenslu gufuvél.

Síðasta löndun Úranusar var 7. mars 1974 og hélt skipið til Spánar 17. apríl það ár með Marz RE 261 í togi. Þar fóru bæði skipin í brotajárn.