Rishi Sunak
Rishi Sunak
Bandarískar og breskar orrustuflugvélar gerðu aðfaranótt föstudags loftárásir á skotmörk tengd Hútum innan landamæra Jemens. Er þetta í fimmta skiptið sem ríki þessi gera sameiginlega árás á Húta síðan í janúar síðastliðnum

Bandarískar og breskar orrustuflugvélar gerðu aðfaranótt föstudags loftárásir á skotmörk tengd Hútum innan landamæra Jemens. Er þetta í fimmta skiptið sem ríki þessi gera sameiginlega árás á Húta síðan í janúar síðastliðnum.

„Þessar árásir eiga að draga úr hernaðargetu Húta og koma í veg fyrir frekari árásir á alþjóðlegar skipaleiðir. Árásirnar voru gerðar í sjálfsvörn og til að bregðast við þeirri ógn sem af Hútum stafar,“ sagði Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands við blaðamenn.

Frá því í nóvember á síðasta ári hafa vígasveitir Húta gert 197 árásir á alþjóðlegar skipasiglingar. Segir Sunak leyniþjónustu Bretlands staðfesta að fyrri árásir Bandaríkjanna og Breta hafi verulega dregið úr getu Húta til árása á skipaleiðir.