Tónleikar Organisti Kópavogskirkju, Lenka Mátéová, kemur fram.
Tónleikar Organisti Kópavogskirkju, Lenka Mátéová, kemur fram.
Vetrardagskrá tónleika­raðar ­Hallgrímskirkju lýkur með ­hádegis­tónleikum laugardaginn 1. júní kl. 12 þar sem flutt verður efnisskrá með verkum eftir tékkneska tónskáldið Petr Eben. Yfirskrift tónleikanna er „Pílagrímur í völundarhúsi veraldar og í paradís tónlistarinnar“

Vetrardagskrá tónleika­raðar ­Hallgrímskirkju lýkur með ­hádegis­tónleikum laugardaginn 1. júní kl. 12 þar sem flutt verður efnisskrá með verkum eftir tékkneska tónskáldið Petr Eben. Yfirskrift tónleikanna er „Pílagrímur í völundarhúsi veraldar og í paradís tónlistarinnar“.

Lenka Mátéová organisti Kópavogskirkju hefur tekið efnisskrána saman. Flytjendur auk Lenku eru þau Hanna Dóra Sturludóttir mezzósópran og Frank Aarnink slagverksleikari. Miðasala fer fram í Hallgrímskirkju og á tix.is en frekari upplýsingar má finna á vefnum hallgrimskirkja.is.