Sigríður Indriðadóttir fæddist á Grenivík 1. mars 1951. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 19. apríl 2024.

Foreldrar hennar voru Indriði Kristinsson frá Höfða og Kristrún Aðalbjörg Guðjónsdóttir frá Gröf.

Bróðir Sigríðar er Guðjón, maki Særún Magnúsdóttir. Börn Guðjóns eru Aðalbjörg, Jóna Valdís, Kristrún Aðalbjörg, Indriði Kristinn, Magnús Kristján og Sólrún.

Sigríður flutti með foreldrum sínum til Hafnarfjarðar og bjó þar þar til hún lést.

Sigríður starfaði við skrifstofustörf fyrst hjá SÍS og síðar hjá Distika þar sem hún lauk starfsferli sínum.

Útför Sigríðar fór fram frá Fossvogskirkju 2. maí 2024.

Í dag fylgjum við kærri samstarfskonu okkar hinsta spölinn, Sigga Indriða vann hjá okkur í Distica í 25 ár. Sigga var kraftmikil, dugleg og samviskusöm, hún var kvenskörungur sem bar hag samstarfsmanna sinna fyrir brjósti. Sigga var mjög fylgin sér og nákvæm, það fór ekkert fram hjá henni, hún leyndi á sér, var mikill húmoristi og var mjög trygg Distica og stolt af fyrirtæki sínu.

Sigga gegndi ýmsum trúnaðarstörfum innan Distica, á gæðasviði fyrirtækisins og sem ritari framkvæmdastjórnar.

Við erum þakklát fyrir að hafa kynnst Siggu og fengið að vinna með henni stóran hluta af starfsævi hennar. Það var fallegt að fylgjast með nánu sambandi hennar við mömmu sína, hún hugsaði vel um hana alla tíð.

Við vottum fjölskyldu Siggu innilega samúð.

F. h. starfsmanna Distica,

Júlía Rós Atladóttir
framkvæmdastjóri.