Hvítur á leik
Hvítur á leik
Laugardaginn 25. maí síðastliðinn skipulögðu CAD-bræður sterkt hraðskákmót sem bar heitið Wessman One-bikarinn en keppnin fór fram á Cernin Vínbar. Staðan kom upp í fyrri skák úrslitaeinvígisins á milli Magnúsar Arnar Úlfarssonar (2.303) og Helga Ólafssonar (2.403)

Laugardaginn 25. maí síðastliðinn skipulögðu CAD-bræður sterkt hraðskákmót sem bar heitið Wessman One-bikarinn en keppnin fór fram á Cernin Vínbar. Staðan kom upp í fyrri skák úrslitaeinvígisins á milli Magnúsar Arnar Úlfarssonar (2.303) og Helga Ólafssonar (2.403). Magnús fann hér með hvítu snjalla fléttu gegn stórmeistaranum: 20. Hxe7! Dxe7 svartur hefði einnig tapað eftir aðra leiki, t.d. eftir 20. … Hxe7 21. Rf6+. 21. Rxe7+ Hxe7 22. Dxd6 Bf8 23. Re5?? hvítur hefði haft gjörunnið tafl eftir t.d. 23. Dg3. 23. … Hce8! 24. f4 Hxe5! 25. Dc7? hvítur hefði staðið betur að vígi eftir 25. Dxe5. 25…H5e7 26. Hd7? He1+! 27. Kf2 H8e2+ svarta mátsóknin er nú óstöðvandi. 28. Kg3 Hxg2+ 29. Kh3 He3+ 30. Kh4 Hxh2+ 31. Kg4 Hg2+ 32. Kh4 He1 33. Hd3 Be7+ og hvítur gafst upp. Þessi skák skipti svo sannarlega oft um eigendur!