Að gefa öndunum brauð er tekið á æðra stig hjá listakonunum Agnesi og Önnu Andreu.
Að gefa öndunum brauð er tekið á æðra stig hjá listakonunum Agnesi og Önnu Andreu.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Lífríki Reykjavíkurtjarnar og mannlíf borgarinnar eru tvö nátengd kerfi sem birtast áhorfendum á útisýningu frá 1. til 16. júní við tjörnina í Reykjavík. Listakonurnar Agnes Ársæls og Anna Andrea Winther eiga heiðurinn af verkinu sem samanstendur af keramikverkum við tjarnarbakkann

Lífríki Reykjavíkurtjarnar og mannlíf borgarinnar eru tvö nátengd kerfi sem birtast áhorfendum á útisýningu frá 1. til 16. júní við tjörnina í Reykjavík. Listakonurnar Agnes Ársæls og Anna Andrea Winther eiga heiðurinn af verkinu sem samanstendur af keramikverkum við tjarnarbakkann. Sýningin er hluti af lengra rannsóknarferli tvíeykisins sem ber heitið Á milli mála en í því kanna þær samvist fólks og dýra í gegnum hversdaginn og uppbrot millimálsins.

„Við erum að skoða hvernig við getum notið millimálsins með öðrum dýrategundum. Á laugardaginn 1. júní verðum við með listasmiðju í Iðnó þar sem börn og fullorðnir læra að búa til rétti sem henta bæði mönnum og fuglum,“ segir Agnes og nefnir að skúlptúr í formi fótabaðs verði fyrir framan Iðnó og fleiri skúlptúrar verða staðsettir á gömlu bryggjunni við Fríkirkjuveg.

„Með þessu verki langar okkur að skoða hefðina að gefa öndunum brauð og sjá hvernig hægt er að jafna út valdaójafnvægið á milli manna og dýra.“