— AFP/Henry Nicholls
Við bæinn Epping á Bretlandi, skammt austur af Lundúnum, má nú víða sjá bandalagshermenn úr seinna stríði – eða svo mætti í fyrstu halda. Hið rétta er að þangað er nú kominn stór hópur manna sem klæddur er búningum úr styrjöldinni til að taka þátt í …

Við bæinn Epping á Bretlandi, skammt austur af Lundúnum, má nú víða sjá bandalagshermenn úr seinna stríði – eða svo mætti í fyrstu halda. Hið rétta er að þangað er nú kominn stór hópur manna sem klæddur er búningum úr styrjöldinni til að taka þátt í viðburði til minningar um að áttatíu ár eru nú frá D-deginum mikla, 6. júní 1944. Fór þá fram umfangsmesta innrás sögunnar og markaði hún upphafið að endalokum Þriðja ríkis Þýskalands.

Auk þessara manna má við Epping sjá hergögn, -bíla og -trukka frá tímum seinna stríðs auk flugvéla af gerðinni Douglas C-47/DC-3, en vélar af þessari gerð gegndu lykilhlutverki þennan örlagaríka dag árið 1944. Sumar þessara véla sem nú eru á Bretlandi höfðu nýverið stutta viðkomu á Reykjavíkurflugvelli. khj@mbl.is