Barátta Alexandra Jóhannsdóttir hefur betur í baráttu við Söruh Zadrazil, leikmann Bayern München, í viðureigninni gegn Austurríki í Ried í gær.
Barátta Alexandra Jóhannsdóttir hefur betur í baráttu við Söruh Zadrazil, leikmann Bayern München, í viðureigninni gegn Austurríki í Ried í gær. — Ljósmynd/Alex Nicodim
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Ísland gerði góða ferð til Ried im Innkreis og gerði jafntefli við Austurríki, 1:1, í 3. umferð 4. riðils A-deildar undankeppni EM 2025 í knattspyrnu kvenna í gær. Ísland var sterkari aðilinn á heildina litið og má liðið vera svekkt yfir að hafa…

Í Ried

Gunnar Egill Daníelsson

gunnaregill@mbl.is

Ísland gerði góða ferð til Ried im Innkreis og gerði jafntefli við Austurríki, 1:1, í 3. umferð 4. riðils A-deildar undankeppni EM 2025 í knattspyrnu kvenna í gær.

Ísland var sterkari aðilinn á heildina litið og má liðið vera svekkt yfir að hafa ekki tekið öll þrjú stigin, svo mörg voru færin sem liðið skapaði sér.

Liðin eru bæði með fjögur stig eftir þrjár umferðir.

Austurríki komst yfir með marki úr vítaspyrnu sem var dæmd eftir að Alexandra Jóhannsdóttir braut á Lilli Purtscheller innan vítateigs.

Fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir jafnaði svo metin af miklu öryggi, einnig með marki úr vítaspyrnu, sem var dæmd eftir að skot Alexöndru fór í olnbogann á varnarmanni Austurríkis, sem hélt hendinni upp við líkamann og var dómurinn því nokkuð harður.

Varamaðurinn Ólöf Sigríður Kristinsdóttir komst nálægt því að tryggja Íslandi sigurinn undir blálokin en Manuela Zinsberger í marki Austurríkis varði skalla hennar vel.

Höf.: Gunnar Egill Daníelsson