Íslendingar ganga að kjörborðinu í dag til að velja sér nýjan forseta. Úrvalið hefur aldrei verið meira og ef til vill er það ástæða þess að margir virðast óákveðnari nú en áður.

Íslendingar ganga að kjörborðinu í dag til að velja sér nýjan forseta. Úrvalið hefur aldrei verið meira og ef til vill er það ástæða þess að margir virðast óákveðnari nú en áður.

Vonandi tekst samt flestum að komast að niðurstöðu og jafnvel að kjósa „rétt“ eins og sagt er. Sumir hafa haldið því fram að mikill fjöldi frambjóðenda og jafnvel líka tíðar kosningar séu til marks um aukið lýðræði, en er það endilega svo? Íslendingar hafa átt nokkra forseta og verið almennt sáttir við þá. Sveinn Björnsson var einn þeirra en þjóðin kom í raun ekki beint að kjöri hans, fyrst var hann kosinn af Alþingi 17. júní 1944 á Þingvöllum, en síðan sjálfkjörinn tvisvar.

Þá kusu landsmenn Ásgeir Ásgeirsson árið 1952, en hann var svo sjálfkjörinn í þrígang. Kristján Eldjárn er einn forseta um að hafa verið kosinn með meirihluta atkvæða í fyrsta sinn, 65,6%, en var svo sjálfkjörinn tvisvar. Vigdís Finnbogadóttir tók við árið 1980, var sjálfkjörin í tvígang en fékk einu sinni mótframboð. Árið 1996 var Ólafur Ragnar Grímsson kjörinn og sat í fimm kjörtímabil og fékk tvisvar mótframboð. Og Guðni Th. Jóhannesson tók við af honum árið 2016 og er að ljúka sínu seinna kjörtímabili eftir mótframboð árið 2020.

Fyrstu forsetarnir sátu sem sagt á friðarstóli en mótframboð hafa orðið tíðari. Sá sem nær kjöri nú má því búast við mótframboðum síðar. Hvort það er að vilja þjóðarinnar eða til marks um aukið lýðræði er að minnsta kosti óvíst.