Þjóðlegt Hljómsveitin Dagadana kafar í slavneska þjóðlagatónlist.
Þjóðlegt Hljómsveitin Dagadana kafar í slavneska þjóðlagatónlist. — Ljósmynd/Treti Pivni
Pólsk-úkraínska hljómsveitin Dagadana kemur fram á tónleikum á Listahátíð annað kvöld, 2. júní, kl. 20 í Norðurljósum Hörpu. „Síðustu fimmtán árin hefur hljómsveitin Dagadana ferðast um heiminn og heillað áheyrendur jafnt sem gagnrýnendur

Pólsk-úkraínska hljómsveitin Dagadana kemur fram á tónleikum á Listahátíð annað kvöld, 2. júní, kl. 20 í Norðurljósum Hörpu.

„Síðustu fimmtán árin hefur hljómsveitin Dagadana ferðast um heiminn og heillað áheyrendur jafnt sem gagnrýnendur. Þessi gleðiríka og grúví sveit kafar ofan í pólska og úkraínska menningu og vefur slavneska þjóðlagatónlist saman við allar mögulegar tónlistarstefnur,“ segir í tilkynningu. Meðlimir Dagadana eru sagðir sjá sig sem „tónlistarsendiherra sem hlúa að gagnkvæmum skilningi milli Póllands og Úkraínu“.

Með hljómsveitinni koma fram innlendir flytjendur; Háskólakórinn undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar og Chris Foster sem leikur á langspil.