Tónleikaröðin Sumarjazz á Jómfrúnni hefur göngu sína í 29. sinn og á fyrstu tónleikum sumarsins, sem verða í dag, laugardaginn 1. júní, kl. 15-17, kemur fram píanóleikarinn, söngvarinn og lagahöfundurinn Kári Egilsson

Tónleikaröðin Sumarjazz á Jómfrúnni hefur göngu sína í 29. sinn og á fyrstu tónleikum sumarsins, sem verða í dag, laugardaginn 1. júní, kl. 15-17, kemur fram píanóleikarinn, söngvarinn og lagahöfundurinn Kári Egilsson. Hann var nýlega kjörinn bjartasta vonin á íslensku tónlistarverðlaununum. Sumarjazz á Jómfrúnni fer fram alla laugardaga í júní, júlí og ágúst og aðgangur er ókeypis.

Þess má geta að Kári kemur einnig fram á sumartónleikaröð á Gljúfrasteini á morgun, sunnudaginn 2. júní, kl. 16.