Gámar Sorpa tekur við móttöku á textíl nú um mánaðamótin.
Gámar Sorpa tekur við móttöku á textíl nú um mánaðamótin. — Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir
Frá og með deginum í dag mun Sorpa taka að sér alla textílsöfnun, sem hefur hingað til verið í höndum Rauða krossins. Þetta staðfestir Guðbjörg Rut Pálmadóttir, teymisstjóri fataverkefnis Rauða krossins, í samtali við Morgunblaðið

Frá og með deginum í dag mun Sorpa taka að sér alla textílsöfnun, sem hefur hingað til verið í höndum Rauða krossins.

Þetta staðfestir Guðbjörg Rut Pálmadóttir, teymisstjóri fataverkefnis Rauða krossins, í samtali við Morgunblaðið. Þá segir hún að hjálparsamtökin hafi ekki bolmagn lengur til að hafa yfirsjón með málinu.

„Fatasöfnunin óx okkur yfir höfuð,“ segir Guðbjörg.

Hún bætir við að á vorin berist alltaf fleiri föt í gámana, en sjaldan hafi hún séð eins mikið magn og nú.

Sorpa hefjist handa eftir helgi

Í samráði við Sorpu mun Rauði krossinn halda söfnun sinni áfram á meðan Sorpa vinnur að því að taka alfarið yfir.

Guðbjörg býst við því að Sorpa hefjist handa strax eftir helgi.

Um næstu áramót tekur Sorpa einnig við útflutningi textíls, en 2.750 tonn af textíl safnast Rauða krossinum ár hvert.

Allur textíllinn er fluttur úr landi til seljenda, nema um 150 tonn, sem nýtast hér.

Fatagámarnir fara úr 40 upp í 80 við þessar breytingar og mun það skila sér í að færri fatapokar staflist upp fyrir utan fulla gáma, segir Guðbjörg. Þá hafa Grænir skátar, í samráði við Sorpu, tekið að sér að sjá um að tæma gámana.

Þá mun Rauði krossinn endurskipuleggja sína söfnun og einbeita sér að söluhæfum fötum og leggja meira í rekstur búða sinna.