— Morgunblaðið/ÓKM
Vægt er til orða tekið að segja að margt hafi breyst í íslenskum sjávarútvegi frá því að trillukarlarnir á myndinni hér að ofan lönduðu afla í snjókomu í Reykjavík um miðja síðustu öld. Á þessum árum var alls ekki óalgengt að margir færust á sjó og…

Vægt er til orða tekið að segja að margt hafi breyst í íslenskum sjávarútvegi frá því að trillukarlarnir á myndinni hér að ofan lönduðu afla í snjókomu í Reykjavík um miðja síðustu öld. Á þessum árum var alls ekki óalgengt að margir færust á sjó og fyrirfannst vart það heimili sem slíkur harmleikur hafði ekki snert með einhverjum hætti á einhverjum tímapunkti.

Sem betur fer hefur átt sér stað bylting í öryggismálum íslenkra sjómanna og ekki síst bylting í öryggismenningu um borð í fiskiskipunum og smábátunum. Öryggismálin er einmitt eitt af umfjöllunarefnum þessa blaðs sem gefið er út í tilefni sjómannadags, en í þeim málaflokki má alltaf gera betur enda á ekki að þykja eðlielgt að fólk leggi líf og limi að veði að óþörfu.

Við skulum nýta daginn til að þakka sjómönnum öllum fyrir það ómetanlega starf sem þeir hafa unnið og vinna á hverjum degi í þágu þjóðar. Innilegar hamingjuóskir, sjómenn og fjölskyldur sjómanna.
gso@mbl.is