Sveinn Kjartan Sveinsson fæddist 1. júní 1924 í Reykjavík. Foreldrar hans voru hjónin Sveinn M. Sveinsson forstjóri Völundar, f. 1891, d. 1951, og Soffía Emelía Haraldsdóttir, f. 1902, d. 1962. Sveinn lauk fyrirhlutaprófi í verkfræði frá Háskóla…

Sveinn Kjartan Sveinsson fæddist 1. júní 1924 í Reykjavík. Foreldrar hans voru hjónin Sveinn M. Sveinsson forstjóri Völundar, f. 1891, d. 1951, og Soffía Emelía Haraldsdóttir, f. 1902, d. 1962.

Sveinn lauk fyrirhlutaprófi í verkfræði frá Háskóla Íslands 1945 og prófi í byggingarverkfræði frá DTH í Kaupmannahöfn 1948.

Sveinn var verkfræðingur hjá Vegagerð ríkisins 1948-1954. Hann var verksmiðjustjóri hjá timburversluninni Völundi í Reykjavík 1954-1968 og forstjóri fyrirtækisins frá 1968. Hann sat í stjórn Iðngarða hf. frá 1964 og var jafnframt framkvæmdastjóri. Hann var formaður stjórnar Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins 1965-1973 og sat í stjórn Verkfræðingafélags Íslands 1952-1954. Þá var Sveinn formaður hestamannafélagsins Fáks 1973-1976. Hann var knattspyrnumaður hjá Val og varð Íslandsmeistari með félaginu 1944.

Eiginkona Sveins var Inga Valborg Einarsdóttir, f. 1928, d. 2015, röntgentæknir. Þau eignuðust sjö börn.

Sveinn lést 11. september 2008.