— AFP/Tiziana Fabi
Frans páfi gengur við staf fram hjá einum svissnesku lífvarðanna í Vatíkaninu á leið sinni að ávarpa félaga í kristilegum samtökum ítalsks verkalýðs á laugardaginn. Hinn argentínski Jorge Mario Bergoglio er fyrsti suðurameríski páfinn, fyrsti páfi…

Frans páfi gengur við staf fram hjá einum svissnesku lífvarðanna í Vatíkaninu á leið sinni að ávarpa félaga í kristilegum samtökum ítalsks verkalýðs á laugardaginn.

Hinn argentínski Jorge Mario Bergoglio er fyrsti suðurameríski páfinn, fyrsti páfi frá ríki innan Ameríku og fyrsti páfinn sem fæddur er og uppalinn utan Evrópu allar götur síðan Gregor þriðji sat á 8. öld.

Þrátt fyrir að verðirnir beri sinn hefðbundna atgeir segir sagan að þeir lumi á nýmóðins skotvopnum undir litskrúðugum búningi enda oft flagð undir fögru skinni. Lífvörður páfa telst minnsti her heims, í honum eru 135 og allir hermenn. Sækja má um stöðu en umsækjendur þurfa að vera karlkyns svissneskir ríkisborgarar, minnst 174 cm háir, 19 til 30 ára, ókvæntir og játa kaþólska trú.