[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur við Reykjavíkurhöfn í gær. Sjómannadagsráð og Brim buðu Grindvíkingum að taka þátt í hátíðahöldum borgarbúa og buðu aðstöðu við höfnina til þess að halda upp á sjómannadagshátíð Grindvíkinga „Sjóarinn síkáti“

Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur við Reykjavíkurhöfn í gær. Sjómannadagsráð og Brim buðu Grindvíkingum að taka þátt í hátíðahöldum borgarbúa og buðu aðstöðu við höfnina til þess að halda upp á sjómannadagshátíð Grindvíkinga „Sjóarinn síkáti“. Nóg var um að vera fyrir yngri borgara og áhugasama. Ýmsir fiskar Íslandsmiða voru til sýnis, fræknir fengu að spreyta sig á klifurvegg, blautgallar voru í boði fyrir þá sem vildu synda í köldum sjó eða í köldum potti og svo lengi mætti telja. geir@mbl.is