Kveðja Guðni Th. Jóhannesson sendi arftaka sínum kveðju í gær.
Kveðja Guðni Th. Jóhannesson sendi arftaka sínum kveðju í gær. — Morgunblaðið/Eggert
Guðni Th. Jó­hann­es­son for­seti Íslands tel­ur að Halla Tóm­as­dótt­ir verði góður for­seti. Þetta kem­ur fram í bréfi Guðna til Höllu sem birt­ist á heimasíðu for­seta­embætt­is­ins. „Ég óska þér inni­lega til ham­ingju með kjörið

Guðni Th. Jó­hann­es­son for­seti Íslands tel­ur að Halla Tóm­as­dótt­ir verði góður for­seti. Þetta kem­ur fram í bréfi Guðna til Höllu sem birt­ist á heimasíðu for­seta­embætt­is­ins.

„Ég óska þér inni­lega til ham­ingju með kjörið. Þú verður góður for­seti. Ég færi einnig Birni, börn­un­um og fjöl­skyld­unni allri heilla­ósk­ir. Þar nefni ég líka sér­stak­lega móður þína sem var svo virðuleg og hlý í viðtöl­um. Hún má svo sann­ar­lega vera stolt af dótt­ur sinni,“ skrif­ar Guðni.

Þá seg­ir Guðni að gott sé að búa á Bessa­stöðum. Hann von­ar að Höllu og eig­in­manni henn­ar muni líða vel þar.

„Þú tek­ur við embætti sem Íslend­ing­um þykir afar vænt um. Þjóðin kaus sín ólíku for­seta­efni eins og vera ber en mun núna sam­ein­ast um að styðja þig og styrkja til góðra verka. Það sýna fyrri for­dæmi og við El­iza verðum alltaf boðin og búin að veita ykk­ur stuðning á vanda­söm­um vett­vangi. Við hjón­in von­um sömu­leiðis að ykk­ur muni líða vel hér á Bessa­stöðum. Hér er gott að búa,“ skrif­ar Guðni.