Ragnar Garðar Bragason fæddist 25. maí 1932. Hann lést 27. apríl 2024.

Útför hans fór fram frá Garðakirkju 3. maí 2024.

Kveðja

Hvort skiljast leiðir fyrir fullt og allt,

í fjarlægð er þú burtu hverfur skjótt?

En allar stundir mun ég minnast þín,

jafnt morgun kvöld og dag sem rauða nótt.

Ég á ei neitt, sem gefið þér ég get,

er gleðisól á vonarhimni dvín.

Í leit að hnossum lífsins er þú ferð,

- eitt lítið tár er gjöfin mín til þín.

Ég get ei rétt þér hlýja vinar hönd,

né heldur flutt þér kærleik þrunginn brag.

Eitt lítið tár er lokakveðjan mín,

er lætur skipið þitt úr höfn í dag.

(Bragi Jónsson frá Hoftúnum)

Hlý kveðja með þökkum fyrir allt.

Svala Bragadóttir og
Helga Braga Jónsdóttir.