Skjóta nefnist gjörningaópera jafn löng fótboltaleik, eftir Sigrúnu Gyðu Sveinsdóttur, sem verður sýnd í Ásmundarsal ásamt innsetningu fyrstu tvær vikurnar í júní samhliða Listahátíð í Reykjavík. Verkið er sagt fjalla um fótbolta og…

Skjóta nefnist gjörningaópera jafn löng fótboltaleik, eftir Sigrúnu Gyðu Sveinsdóttur, sem verður sýnd í Ásmundarsal ásamt innsetningu fyrstu tvær vikurnar í júní samhliða Listahátíð í Reykjavík.

Verkið er sagt fjalla um fótbolta og loftslagsbreytingar og hvernig hálfleikur í fótbolta getur verið sem myndlíking fyrir tíma ákvarðanatöku í loftslagsmálum. Verkið verður sýnt fjórum sinnum yfir tvær helgar 7. til 15. júní. Miðasala fer fram á Tix.is.