Korpan Axel og Guðrún Brá með verðlaunagripina í gær.
Korpan Axel og Guðrún Brá með verðlaunagripina í gær. — Ljósmynd/seth@golf.is
Axel Bóas­son og Guðrún Brá Björg­vins­dótt­ir úr GK stóðu uppi sem sig­ur­veg­ar­ar í Korpu­bik­arn­um, fyrsta móti tíma­bils­ins á mótaröð Golf­sam­bands Íslands, sem lauk á Kor­p­úlfsstaðavelli hjá Golf­klúbbi Reykja­vík­ur í gær

Axel Bóas­son og Guðrún Brá Björg­vins­dótt­ir úr GK stóðu uppi sem sig­ur­veg­ar­ar í Korpu­bik­arn­um, fyrsta móti tíma­bils­ins á mótaröð Golf­sam­bands Íslands, sem lauk á Kor­p­úlfsstaðavelli hjá Golf­klúbbi Reykja­vík­ur í gær.

Axel sigraði í karla­flokki eft­ir gríðarlega harða keppni þar sem aðeins tvö högg skildu að fimm efstu menn og fjög­ur högg fyrstu sjö.

Axel lék sam­tals á pari en spilaði þó á fjór­um högg­um yfir pari í gær, 75 högg­um. Hann var sam­tals á 213 högg­um.

Andri Þór Björns­son úr GR og Aron Snær Júlí­us­son úr GKG léku báðir á 214 högg­um sam­an­lagt, einu yfir pari, og þeir Har­ald­ur Frank­lín Magnús og Dag­bjart­ur Sig­ur­brands­son úr GR voru báðir á 215 högg­um.

Aron Emil Gunn­ars­son úr Golf­klúbbi Sel­foss var á 216 högg­um og Tóm­as Ei­ríks­son Hjaltested úr GR á 217 högg­um.

Tvær í sér­flokki

Í kvenna­flokki voru Guðrún Brá og Ragn­hild­ur Krist­ins­dótt­ir úr GR í al­gjör­um sér­flokki og eitt högg skildi þær að. Ragn­hild­ur var efst eft­ir tvo hringi en í gær lék Guðrún á 73 högg­um og Ragn­hild­ur á 77 þannig að Guðrún sigraði á sam­tals 215 högg­um, einu und­ir pari vall­ar­ins, og Ragn­hild­ur lék á pari, 216 högg­um.

Næst á eft­ir þeim var síðan Pamela Ósk Hjalta­dótt­ir úr Golf­klúbbi Mos­fells­bæj­ar en hún lék á 231 höggi. Berglind Erla Baldursdóttir, Heiða Rakel Rafnsdóttir og Auður Bergrún Snorradóttir úr GM og Elsa Maren Steinarsdóttir úr GK léku allar á 232 höggum.