Rjúpnatalningum Náttúrufræðistofnunar Íslands, sem fóru fram í vor, er lokið. Í ljós kom að stofnbreytingar rjúpu frá seinasta ári eru ólíkar eftir svæðum og landshlutum. Fram kemur á vef NÍ að samanlagt fyrir öll talningarsvæði var fjölgun rjúpna…

Rjúpnatalningum Náttúrufræðistofnunar Íslands, sem fóru fram í vor, er lokið. Í ljós kom að stofnbreytingar rjúpu frá seinasta ári eru ólíkar eftir svæðum og landshlutum.

Fram kemur á vef NÍ að samanlagt fyrir öll talningarsvæði var fjölgun rjúpna milli ára að jafnaði um 5% en miðgildið var 0% eða kyrrstaða.

„Á Suðurlandi, Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðvesturlandi var almenna reglan fækkun á milli ára og miðað við síðustu 20 ár er stofninn yfir meðallagi að stærð í þessum landshlutum. Á Norðausturlandi og Austurlandi fjölgaði rjúpum en það var þó ekki einhlítt og á nokkrum talningarsvæðum var fækkun,“ segir ennfremur á vef Náttúrufræðistofnunar.