Torkil Vederhus
Torkil Vederhus
„Við teljum þetta ólöglegt og ríkisstjórnin verður að búa svo um hnútana að Meta geti ekki farið sínu fram að eigin geðþótta,“ segir Torkil Vederhus sem fer með stafræna málaflokkinn fyrir MDG, flokk græningja í Noregi

„Við teljum þetta ólöglegt og ríkisstjórnin verður að búa svo um hnútana að Meta geti ekki farið sínu fram að eigin geðþótta,“ segir Torkil Vederhus sem fer með stafræna málaflokkinn fyrir MDG, flokk græningja í Noregi.

Vill flokkurinn ganga svo langt að banna samfélagsmiðilinn Facebook tímabundið í Noregi vegna nýlegrar tilkynningar Meta, eiganda Facebook, um þjálfun gervigreindarforrita fyrirtækisins þar sem fram kemur að myndir og textar Facebook-notenda verði gervigreindarvölvunum stafrænu eins konar námsefni við þjálfun þeirra í þeirri list að líkjast mannlegum notendum.

„Það er ekki nóg að fólk haki í einhvern reit og sleppi þá bara kannski,“ segir Vederhus, efnið sé ætlað vinum notenda.