Svartur á leik
Svartur á leik
Laugardaginn 25. maí sl. skipulögðu CAD-bræður sterkt hraðskákmót sem bar heitið Wessman One-bikarinn en keppnin fór fram á Cernin Vínbar. Í upphafi tóku 11 skákmenn þátt í undankeppni en fjórir efstu keppendurnir í þeim hluta mótsins mættust svo í einvígjum, fyrst undanúrslit og svo til úrslita

Laugardaginn 25. maí sl. skipulögðu CAD-bræður sterkt hraðskákmót sem bar heitið Wessman One-bikarinn en keppnin fór fram á Cernin Vínbar. Í upphafi tóku 11 skákmenn þátt í undankeppni en fjórir efstu keppendurnir í þeim hluta mótsins mættust svo í einvígjum, fyrst undanúrslit og svo til úrslita. Fyrir mótið var stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson (2.515) stigahæstur keppenda og komst hann í undanúrslit eftir að hafa lent í öðru sæti í undankeppninni. Í undanúrslitum tefldi hann við „spútník“ mótsins, Magnús Örn Úlfarsson (2.303). Í þessari stöðu hafði Magnús svart og til að vinna gat hann t.d. leikið 86. … Dd5! og framhaldið gæti orðið 87. Ka7 Da5+ 88. Kb8 Kd6. Svartur lék hins vegar 86. … Da6?? og það nýtti hvítur sér: 87. Hc7+ Kxb6 aðrir leikir hefðu ekki heldur dugað til vinnings. 88. Hc6+! Kxc6 patt.