Japansk-íslenska ferðaþjónustufyrirtækið Trip To Japan stefnir að því að verða stærsta ferðaþjónustufyrirtæki Japans. Starfsemin hefur farið mjög vel af stað og pantanirnar streyma inn en félagið býður upp á mikið úrval af afþreyingu, gistingu og…

Japansk-íslenska ferðaþjónustufyrirtækið Trip To Japan stefnir að því að verða stærsta ferðaþjónustufyrirtæki Japans. Starfsemin hefur farið mjög vel af stað og pantanirnar streyma inn en félagið býður upp á mikið úrval af afþreyingu, gistingu og þjónustu fyrir gesti í Japan og lendir yfirleitt í fyrstu sætum í niðurstöðum leitarvéla þegar leitað er upplýsinga um ferðalög til Japans.

Það veitir Trip To Japan forskot að japönsk ferðaþjónustufyrirtæki og ferðaskrifstofur hafa verið sein að taka tæknina í sína þjónustu og sum þeirra reiða sig enn að miklu leyti á faxtæki. Bolli Thoroddsen, einn af stofnendum félagsins, segir verkefnið meðal annars snúast um að yfirfæra á Japansmarkað þá tæknivæðingu sem hefur átt sér stað í íslenskri ferðaþjónustu. » 12