Mesta veltan var með bréf Arion.
Mesta veltan var með bréf Arion.
Heildarviðskipti með hlutabréf í Kauphöllinni námu tæpum 66 mö.kr. í maí og drógust saman um rúm 7% á milli mánaða, jukust um 16% á milli ára. Úrvalsvísitalan (OMXI15) lækkaði um 3,8%. Í mánaðarlegu yfirliti Kauphallarinnar kemur fram að mestu…

Heildarviðskipti með hlutabréf í Kauphöllinni námu tæpum 66 mö.kr. í maí og drógust saman um rúm 7% á milli mánaða, jukust um 16% á milli ára. Úrvalsvísitalan (OMXI15) lækkaði um 3,8%.

Í mánaðarlegu yfirliti Kauphallarinnar kemur fram að mestu viðskiptin, um 8,8 ma.kr., voru með bréf í Arion banka, en þá námu viðskipti með bréf í Kviku banka um 8,1 ma.kr., í Marel um 7,7 mö.kr. og í Alvotech um 7,4 mö.kr.

Á Aðalmarkaði voru Íslandsbanki með mestu hlutdeildina, eða 26,4%, Arion banki með 15,3% og Arctica Finance þar á eftir með 13,6%.

Þá námu heildarviðskipti með skuldabréf tæpum 144 mö.kr., sem er 25% aukning á milli mánaða og 1,6% hækkun á milli ára. Alls námu viðskipti með ríkisbréf 114,5 mö.kr. og viðskipti með bankabréf 24,7 mö.kr.

Á skuldabréfamarkaði var Fossar fjárfestingarbanki með mestu hlutdeildina, 23,6%, Arion banki með 21,1% og Kvika banki þar á eftir með 15,7%.

Auðkenni hlutabréfa og skuldabréfa fasteignafélagsins Regins var formlega breytt í Heimar í gærmorgun. Í tilefni af breyttu nafni og auðkenni hringdi Halldór Benjamín Þorbergsson, forstjóri Heima, inn viðskipti í Kauphöllinni í gærmorgun ásamt Magnúsi Harðarsyni, forstjóra Kauphallarinnar.