Þjálfarinn Arnar Grétarsson er þjálfari Valsmanna í dag.
Þjálfarinn Arnar Grétarsson er þjálfari Valsmanna í dag. — Morgunblaðið/Eggert
KA hefur ákveðið að áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Norðurlands eystra til Landsréttar í máli Arnars Grétarssonar gegn félaginu vegna bónusgreiðslna sem hann telur sig eiga inni. Knatt­spyrnu­deild KA var dæmd til að greiða Arn­ari tæp­ar 8,8 millj­ón­ir króna auk drátt­ar­vaxta, frá 5

KA hefur ákveðið að áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Norðurlands eystra til Landsréttar í máli Arnars Grétarssonar gegn félaginu vegna bónusgreiðslna sem hann telur sig eiga inni.

Knatt­spyrnu­deild KA var dæmd til að greiða Arn­ari tæp­ar 8,8 millj­ón­ir króna auk drátt­ar­vaxta, frá 5. nóv­em­ber 2023 til greiðslu­dags, eða ein­um mánuði frá því að Arn­ar krafði KA um bón­us­greiðslu sam­kvæmt niður­lags­ákvæði í samn­ingi hans við fé­lagið.

Héraðsdóm­ur Norður­lands eystra komst að þeirri niður­stöðu að KA bæri að greiða Arn­ari sem nem­ur 55 þúsund evr­um eða 10% af ár­ang­ur­s­tengd­um greiðslum KA frá UEFA, Knatt­spyrnu­sam­bandi Evr­ópu, vegna þátt­töku fé­lags­ins í Sam­bands­deild Evr­ópu árið 2023, á gengi sem nam 144,90 krón­um á hverja evru, 29. sept­em­ber 2023.

Í yfirlýsingu frá KA kemur fram að félagið fellir sig ekki við þá túlkun sem dómurinn er byggður á. Þá telur félagið mikilvægt að fá úr því skorið, ekki bara fyrir sig heldur einnig önnur íþróttafélög og atvinnulífið almennt.

KA byggir áfrýjun sína á því að Arnar var ekki lengur við störf hjá félaginu þegar liðið lék í Sambandsdeildinni.

„Bent er á að Arnar Grétarsson ákvað einhliða að semja við annað lið áður en samningur hans við KA rann út en á þeim tímapunkti var KA ekki búið að tryggja sæti sitt í Evrópukeppni. Að mati KA geta starfsmenn ekki átt heimtingu á greiðslum eftir að ráðningarsambandi lýkur,“ segir m.a. í yfirlýsingunni.