— Morgunblaðið/Eggert
Hrina gosa við Sundhnúkagígaröðina mun að líkindum líða undir lok í ágúst, í síðasta lagi. Þetta segir Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, í samtali við Morgunblaðið

Hrina gosa við Sundhnúkagígaröðina mun að líkindum líða undir lok í ágúst, í síðasta lagi. Þetta segir Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, í samtali við Morgunblaðið. Hann bendir á að flæði kviku í kvikugeyminn undir Svartsengi hafi dvínað mjög á undanförnum mánuðum og það sé nú jafnvel aðeins helmingur af því sem áður var. En þótt goshrinunni ljúki í eldstöðvakerfinu sem kennt er við Svartsengi marki það ekki endalokin á eldsumbrotunum. Þau muni færast annað á Reykjanesskaga.