Chelsea hefur tilkynnt um ráðningu Ítalans Enzo Maresca sem knattspyrnustjóra enska félagsins. Maresca kemur til liðsins frá Leicester City en undir hans stjórn vann Leicester B-deildina á liðnu tímabili
Chelsea hefur tilkynnt um ráðningu Ítalans Enzo Maresca sem knattspyrnustjóra enska félagsins. Maresca kemur til liðsins frá Leicester City en undir hans stjórn vann Leicester B-deildina á liðnu tímabili. Hinn 44 ára gamli Maresca var aðstoðarþjálfari hjá Manchester City áður en hann tók við sem aðalþjálfari Parma á Ítalíu. Þaðan fór hann til Leicester. Maresca var m.a. leikmaður Sevilla, Juventus og West Brom á löngum leikmannaferli.