Skoraði Trent Alexander-Arnold leikmaður Liverpool skoraði sitt þriðja landsliðsmark er hann kom Englandi í 2:0 í Newcastle í gærkvöldi.
Skoraði Trent Alexander-Arnold leikmaður Liverpool skoraði sitt þriðja landsliðsmark er hann kom Englandi í 2:0 í Newcastle í gærkvöldi. — AFP/Paul Ellis
England hafði betur gegn Bosníu, 3:0, í vináttuleik karla í fótbolta á St James' Park í Newcastle í gærkvöldi. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Cole Palmer enska liðinu yfir á 60. mínútu með marki úr víti

England hafði betur gegn Bosníu, 3:0, í vináttuleik karla í fótbolta á St James' Park í Newcastle í gærkvöldi.

Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Cole Palmer enska liðinu yfir á 60. mínútu með marki úr víti. Var markið það fyrsta sem Chelsea-maðurinn skorar fyrir enska landsliðið.

Liverpool-maðurinn Trent Alexander-Arnold bætti við öðru markinu á 85. mínútu og Harry Kane, leikmaður Bayern München og markahæsti leikmaður enska liðsins frá upphafi, því þriðja á 89. mínútu.

Næsti leikur enska liðsins er við Ísland á Wembley á föstudaginn kemur í öðrum vináttuleik. Er sá leikur sá síðasti sem enska liðið spilar fyrir lokamót EM.

Þar er England í C-riðli ásamt Danmörku, Serbíu og Slóveníu.

Þýskaland og Úkraína mættust í Nürnberg í öðrum vináttuleik. Endaði sá leikur með markalausu jafntefli.