Krakkakór Sungið af gleði á hátíðinni, sem Breiðholtsbúar fjölmenntu á.
Krakkakór Sungið af gleði á hátíðinni, sem Breiðholtsbúar fjölmenntu á. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Haldið var upp á 50 ára afmæli Hólabrekkuskóla í Breiðholti í Reykjavík síðastliðinn fimmtudag. „Þetta var sérstaklega ánægjulegur dagur sem skólasamfélagið fagnaði saman. Þessi árlega sumargleði skólans var að þessu sinni tengd afmæli skólans

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Haldið var upp á 50 ára afmæli Hólabrekkuskóla í Breiðholti í Reykjavík síðastliðinn fimmtudag. „Þetta var sérstaklega ánægjulegur dagur sem skólasamfélagið fagnaði saman. Þessi árlega sumargleði skólans var að þessu sinni tengd afmæli skólans. Við fengum nemendur til að vera með fjölbreytt atriði en einnig ýmsa héðan úr úr nærsamfélaginu til að skemmta,“ segir Lovísa Guðrún Ólafsdóttir skólastjóri í samtali við Morgunblaðið.

Hólabrekkuskóli við Suðurhóla er heildstæður grunnskóli með ríflega 500 nemendur. Í vetur hafa staðið yfir framkvæmdir á húsnæði skólans og skólinn verið með tvær starfsstöðvar. Í Hólabrekkuskóla er starfsstöð með 1.-5. bekk en 6.-10. bekkur hefur farið með rútum í Korpuskóla í Grafarvogi.

„Að hafa skólastarfið á tveimur stöðum hefur gengið vel, en auðvitað hlökkum við til að fá alla aftur á einn stað. Í Hólabrekkuskóla leggjum við áherslu á að öll megum við vera við sjálf. Við erum stolt af því að hafa fengið nýlega fengið Regnbogavottun og við vinnum markvisst að því að fagna fjölbreytileikanum með gleði og umhyggju í öndvegi,“ segir Lovísa Guðrún. Hún hefur starfað við Hólabrekkuskóla frá 2016 og verið skólastjóri frá í janúar 2022. sbs@mbl.is

Höf.: Sigurður Bogi Sævarsson