50 ára Agnieszka fæddist í borginni Malbork í norðurhluta Póllands, og bjó þar í 30 ár. Snemma í æsku fékk hún áhuga á tónlist sem hefur síðan þá verið hennar stærsta áhugamál, og útskrifaðist hún með gráðu úr píanónámi í tónlistarskóla í Póllandi.
Árið 2005 flutti Agnieszka með tveimur börnum sínum og maka til Ísafjarðar á Íslandi. Hún vann þar í fiskvinnslu í tvö ár og eftir að hún fæddi þriðja barnið sitt flutti fjölskyldan til Keflavíkur þar sem Agnieszka byrjaði að vinna í leikskóla. Árið 2015 fæddi hún fjórða barnið sitt og ári seinna vildi hún auka menntun sína í kennarafræðum og hóf nám í Háskóla Íslands. „Þar sem ég elska íslenska náttúru flutti öll fjölskyldan upp í Hvalfjarðarsveit árið 2018 og hóf ég seinni leikskólavinnu mína þar og vinn þar ennþá núna.“
Á þessu ári kláraði Agnieszka meistaranám í leikskólakennarafræðum með rannsóknaritgerðina „Athugun á tónlistarlegri sjálfsmynd leikskólastarfsmanna á Íslandi“. Agnieszka var með námskeið fyrir pólska foreldra og ung börn þeirra undir heitinu „Tónagull“ í Gerðubergi og Hafnarborg. Hún var einnig nokkur ár organisti í kaþólsku kirkjunni á Ásbrú í Keflavík og leiðbeindi börnum í söng. „Ég leiðbeindi þeim m.a. í messum, fermingum og hjálparstarfi í kirkjunni.“
Fjölskylda Eiginmaður Agnieszku er Arkadiusz Korpak, f. 1975, vinnur í Norðuráli. Þau giftust árið 2000. Börn þeirra eru fjögur og elstu dæturnar, Zuzanna, f. 2000, og Kinga, f. 2003, fæddust í Póllandi. Þær voru í unglingalandsliði kvenna í golfi og Zuzanna útskrifaðist árið 2023 úr Háskóla Íslands með B.Ed.-gráðu í heimspeki með bókmenntir heimsins sem aukagrein. Tvö yngstu börnin heita Viktoria, f. 2007 og Filip, f. 2015.