— Morgunblaðið/Jim Smart
Heimkominn úr kaupstað halla ég mér út af með kaffibolla og Dagskrána, „must“ okkar Sunnlendinga. Þarf ég virkilega að leggjast í ferðalag vegna þessa munaðar? Já, það er blákaldur raunveruleikinn

Heimkominn úr kaupstað halla ég mér út af með kaffibolla og Dagskrána, „must“ okkar Sunnlendinga.

Þarf ég virkilega að leggjast í ferðalag vegna þessa munaðar? Já, það er blákaldur raunveruleikinn. Engin fríblöð, engir pésar, ekkert Bændablað. Ekkert.

Hvað er í gangi? Hefur Pósturinn verðlagt sig út af markaðnum og dreifir tveimur höndum engu í kassa dreifbýlisins?

Ekki hefði Sumarliði póstur tekið svona í mál. Hann fór ekki út í öll veður og vegleysur án þess að hafa eitthvað að bjóða fólkinu. Það var ekki honum að kenna hvernig fór.

Er hægt að bjóða landpóstum að kemba vegina í þvílíku tilgangsleysi og þræða heim að hverju býli „án takmarks og tilgangs“?

Ég segi nei. Það hlýtur að vera einhver verðpunktur í þessum rekstri eins og öðrum, þar sem báðir aðilar væru sáttir. Gera svo vel og finna hann.

Gleymum heldur ekki hvað þessi rekstur er: Póstþjónusta.

Sunnlendingur