Fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir er klár í slaginn mikilvæga gegn Austurríki á Laugardalsvelli í undankeppni Evrópumótsins í kvöld.
Fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir er klár í slaginn mikilvæga gegn Austurríki á Laugardalsvelli í undankeppni Evrópumótsins í kvöld. — Ljósmynd/Alex Nicodim
Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir er spennt fyrir leik Íslands og Austurríkis í undankeppni EM í fótbolta en flautað verður til leiks klukkan 19.30 á Laugardalsvelli í kvöld. Er leikurinn mikilvægur í baráttunni um annað sæti A4-riðilsins og sæti á lokamótinu

Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir er spennt fyrir leik Íslands og Austurríkis í undankeppni EM í fótbolta en flautað verður til leiks klukkan 19.30 á Laugardalsvelli í kvöld. Er leikurinn mikilvægur í baráttunni um annað sæti A4-riðilsins og sæti á lokamótinu.

„Auðvitað eru bæði lið í baráttunni um þetta annað sæti og við förum í þennan leik til að vinna hann. Bæði lið hugsa þannig og þetta verður því barátta. Ef það verður vont veður verður þetta áhugavert stríð,“ sagði Glódís á blaðamannafundi í gær.

Ísland hefur leikið tvo síðustu heimaleiki sína á Kópavogsvelli þar sem Laugardalsvöllur hefur ekki verið leikfær, en liðið færir sig aftur á þjóðarleikvanginn í kvöld.

„Við höfum verið að spila á Kópavogsvelli og það hefur verið mjög góð stemning þar. Það kom mér á óvart hvað það fór okkur vel að vera þar. Það eru margar í liðinu sem spiluðu þar lengi.

Það var fínt að spila þar og aðstæðurnar frábærar. Mér finnst samt skemmtilegra að spila á Laugardalsvelli. Þetta er okkar heimavöllur og mér líður meira eins og það sé landsleikur þegar ég spila hér,“ sagði fyrirliðinn.