Sigga á Grund
Sigga á Grund
Listakonan Sigríður Jóna Kristjánsdóttir var á áttræðisafmæli sínu í síðustu viku, 30. maí, útnefnd fyrsti heiðursborgari Flóahrepps. Þar í sveit er jafnan talað um Siggu á Grund og í afmælishóf hennar mættu fulltrúar sveitarfélagsins og tilkynntu…

Listakonan Sigríður Jóna Kristjánsdóttir var á áttræðisafmæli sínu í síðustu viku, 30. maí, útnefnd fyrsti heiðursborgari Flóahrepps. Þar í sveit er jafnan talað um Siggu á Grund og í afmælishóf hennar mættu fulltrúar sveitarfélagsins og tilkynntu listakonunni, henni að óvörum, að hún hefði verið sæmd fyrrgreindri nafnbót.

Sigga er landsþekkt fyrir útskurð sinn í tré. Hún hefur meðal annars skorið út trémynd af íslenska hestinum í öllum gangtegundum. Þá skar hún sl. vetur út nýjan fundarhamar fyrir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York í stað hamars Ásmundar Sveinssonar sem brotnaði.